Hólmar Örn í landsliðið
Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson var í dag valinn í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um knattspyrnumanninn Hólmar Örn en hann var um árabil lykilmaður í liði Keflavíkur áður en hann gekk til liðs við danska liðið Silkeborg síðastliðið haust. Hólmar er 25 ára gamall og lék á sínum tíma 103 deildarleiki fyrir Keflavík og skoraði í þeim 16 mörk auk 17 bikarleikja þar sem hann skoraði 6 mörk og 8 leikja í Evrópukeppni og þar kom eitt mark. Hólmar lék einn lék með U-21 árs landsliðinu árið 2003 en hefur ekki verið í A-landsliðshópi fyrr en nú. Hann hefur verið að standa sig frábærlega hjá Silkeborg og er vel að þessari viðurkenningu kominn. Við óskum Hólmari góðs gengis með landsliðinu.