Fréttir

Knattspyrna | 1. apríl 2009

Hólmar Örn og Guðjón Árni fyrirliðar

Þjálfararnir Kristján og Einar Ásbjörn hafa nú loks látið verða af því að tilkynna hverjir fyrirliðar liðsins verða þetta keppnistímabil.  Það kemur í hlut Hólmars Arnar að taka sæti Guðmundar Steinarssonar sem fyrirliði númer eitt.  Guðmundur var fyrirliði liðsins á síðasta ári ásamt Guðjóni Árna og Ómari Jóhannssyni.  Aðspurður svaraði Kristján heimasíðu Keflavíkur: "Eftir að við Einar höfðum legið yfir þessu í töluverðan tíma þá varð þetta niðurstaðan, að fyrirliðastöðuna skipuðu tveir leikmenn með mismunandi verkaskiptingu.  Að Hólmar kæmi inn í hutverk Guðmundar frá seinasta tímabili.  Guðjón og Guðmundur skiluðu þessu hlutverki frábærlega seinasta sumar ásamt Ómari og okkur finnst að þetta fyrirkomulag henti bæði Hólmari og Guðjóni og ekki síst liðinu í heild mjög vel".  En hvað með Ómar og hver er staðan á honum eftir aðgerðina?  "Ómar er að sjálfsögðu áfram í fyrirliðahópnum og þótt hann verði ekki áberandi á vellinum í sumar þá er hann í kringum okkur á æfingum og í öðru starfi okkar liðs sem einn af leiðtogum hópsins.  Staðan á honum er einfaldlega sú að hann er með höndina í fatla eftir vel heppnaða aðgerð á öxlinni og er staðráðinn í því að koma öflugur til baka seinna á þessu ári". 


Guðjón og Hólmar stilla sér upp fyrir leik gegn Selfossi í Lengjubikarnum.
(Mynd: Jón Örvar)