Fréttir

Knattspyrna | 9. maí 2008

Hólmar Örn og Hörður komnir heim

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson hafa gengið frá félagaskiptum yfir í Keflavík.  Þeir félagar hafa eins og kunnugt er leikið með liði Silkiborgar í Danmörku frá árinu 2006.  Það þarf ekki að taka fram að þar eru á ferðinni geysiöflugir leikmenn og drengir góðir sem koma til með styrkja lið okkar til muna á komandi sumri.  Mikil ánægja er í herbúðum félagsins með þessa góðu viðbót í geysisterkan leikmannahóp Keflavíkur sem er mikilvægt í ljósi fjölgunar leikja í Landsbankadeildinni.  Við bjóðum piltana velkomna heim í heiðardalinn en það er sérstaklega ánægjulegt að þeir hafi ákveðið að ganga til liðs við sitt heimafélag. 

Myndir: Jón Örvar