Fréttir

Knattspyrna | 11. nóvember 2010

Hólmar Örn og Hörður kveðja

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson ákveðið að yfirgefa Keflavík og róa á önnur mið.  Þeir félagar hafa báðið leikið með Keflavík frá blautu barnsbeini en Hörður lék um tíma með Víði í upphafi ferils síns.  Hólmar og Hörður voru síðan báðir á mála hjá Silkeborg í Danmörku en sneru aftur til Keflavíkur árið 2008 og hafa verið meðal traustustu leikmanna okkar.  Knattspyrnudeild vill þakka þeim félögum kærlega fyrir þeirra framlag til Keflavíkur og óska þeim velfarnaðar á nýjum slóðum.

Það er ljóst að Keflavíkurliðið mun verða eitthvað breytt á næsta keppnistímabili en það kemur maður í manns stað.  Ný andlit munu koma til með að sjást í liðinu og þá má reikna með því að að okkar fjölmörgu ungu og efnilegu leikmenn muni láta verulega til sín taka.