Fréttir

Knattspyrna | 13. febrúar 2007

Hólmar skorar enn

Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson er svo sannarlega á skotskónum með danska liðinu Silkeborg þessa dagana.  Hann skoraði í öðrum leiknum í röð þegar Silkeborg vann 3-1 sigur á SönderjyskE í æfingaleik.  Hólmar átti góðan leik eins og þeir Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson en Hörður átti t.d. nokkur góð færi og var óheppinn að skora ekki í leiknum.  Síðari hluti dönsku deildarinnar hefst í mars og er ljóst að Hólmar, Hörður og félagar í Silkeborg þurfa að koma ákveðnir til leiks en liðið er í neðsta sæti deildarinnar.