Fréttir

Knattspyrna | 26. júní 2003

Hópferð á Skagann

Efnt verður til hópferðar á bikarleik ÍA og Keflavíkur á þriðjudag ef næg þátttaka fæst.  Við hvetjum fólk til að skella sér með enda um sannkallaðan stórleik að ræða í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins.  Verð er aðeins kr. 2000 fyrir rútuferðina og miða á leikinn.  Þeir sem hafa áhuga verða að hafa samband við Halldór Leví í síma 896-5565 fyrir hádegi á mánudag.  Leikurinn er síðan á Akranesvelli þriðjudaginn 1. júlí kl. 19:15.