Hópferð Knattspyrnudeildar felld niður
Fyrirhuguð hópferð á leik Lilleström og Keflavíkur um næstu helgi verður ekki á vegum Knattspyrnudeildar. Breytt ferðatilhögun liðsins verður til þess að ekki verður flogið með Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands eins og fyrirhugað var en í þá ferð átti að selja 18 sæti. Keflavíkurliðið fer til Noregs á fimmtudagskvöld með Icelandair og til baka sunnudaginn 2. júlí. Að sjálfsögðu eru stuðningsmenn Keflavíkur velkomnir á leikinn en þá fara þeir á eigin vegum. Á skrifstofu deildarinnar eru til upplýsingar um hótel í Lilleström sem einnig eru aðgengilegar á netinu. Þeir sem höfðu ætlað í fyrirhugaða ferð er hér með tilkynnt að kanna aðra ferðamöguleika en nokkrir aðilar eru búnir að ákveða að fara á leikinn. ási