Hópferð til Eyja
Hópferð verður farin til Eyja á leik ÍBV og Keflavíkur sunnudaginn 14. maí n.k. Flogið verður frá Reykjavík ca. kl. 12:30 og til baka frá Eyjum um kl. 18:45. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í ferðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband sem fyrst í síma 421-5188 eða 894-3900 og skrá sig en lausum sætum fækkar óðum. Varla eru fleiri en 12 sæti laus í ferðina sem farin verður á Fokker-vél Flugfélags Íslands sem tekur 50 farþega.
Okkar menn fögnuðu sigri í Eyjum síðasta sumar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)