Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2005

Hópurinn gegn Etzella

Í kvöld leikur Keflavík seinni leiki sinn gegn Etzella frá Lúxemborg í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:15.  Við minnum á að aðgangur er ókeypis og því enn meiri ástæða til að skella sér á völlinn og sjá fyrsta Evrópuleik Keflavíkur á heimavelli í sjö ár.  Etzella-menn komu til landsins eftir hádegi í gær og æfðu í Laugardalnum í gærkvöldi.  Þess má geta að dómarar leiksins koma frá Litháen.  Dómarinn heitir Paulius Malzinskas, aðstoðardómarar eru Arturas Pipiras og Saulius Dirda en fjórði dómarinn heitir Audrius Zuta.

Það verða nokkrar breytingar á leikmannahópi Keflavíkur frá leiknum við KR á dögunum.  Ólafur Jón er með 2. flokki á Spáni og Guðmundur Mete og Kenneth eru ekki löglegir að þessu sinni.  Þeir verða hins vegar löglegir í næstu umferð keppninnar takist okkur að tryggja farseðilinn þangað.  Í Evrópukeppninni mega 18 leikmenn vera á leikskýrslu og þess vegna bætast fimm í hópinn frá síðasta leik: þeir Issa, Einar Orri, Atli Rúnar, Sigþór og Stefán Örn.  Hópurinn er því þannig skipaður í kvöld:

Ómar
Magnús
Guðjón
Michael
Gestur
Baldur
Branko
Issa
Bjarni
Einar Orri
Jónas
Atli Rúnar
Hólmar Örn
Sigþór
Gunnar
Stefán Örn
Hörður
Guðmundur Steinars