Fréttir

Knattspyrna | 20. júní 2005

Hópurinn gegn Fjölni í kvöld

Í kvöld leika Fjölnir og Keflavík í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins.  Leikurinn fer fram á heimavelli Fjölnismanna í Grafarvogi og hefst kl. 19:15.  Það er rétt að hvetja stuðningsmenn til að fjölmenna í Grafarvoginn enda má búast við hörkuleik.  Dómari leiksins verður Sævar Jónsson, aðstoðardómarar hans þeir Valgeir Valgeirsson og Guðmundur Valgeirsson og eftirlitsdómari Kjartan Ólafsson. 

Ólíkt síðustu leikjum er ekki þörf á að tíunda fyrri leiki þessara liða en þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir og Keflavík mætast í opinberum leik, þ.e. á Íslandsmóti eða bikarkeppninni.

Ein breyting er á hópnum frá síðasta leik gegn ÍA.  Ómar markvörður hvílir eftir meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik; Magnús stendur í markinu og Guðmundur kemur inn í hópinn sem varamarkvörður.  Hópurinn verður því þannig skipaður:

Magnús Þormar
Guðmundur Þórðarson

Guðjón Antoníusson
Michael Johansson
Branko Milicevic
Ásgrímur Albertsson
Gestur Gylfason
Baldur Sigurðsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Jónas Sævarsson
Bjarni Sæmundsson
Sigþór Snorrason
Stefán Örn Arnarson
Gunnar Hilmar Kristinsson
Hörður Sveinsson
Guðmundur Steinarsson