Hópurinn gegn HK
Í kvöld leika HK og Keflavík í 7. umferð 1. deildarinnar og fer leikurinn fer fram á Kópavogsvelli kl. 20:00. HK er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig og hefur þótt standa sig vel miðað við að liðið kom upp úr 2. deildinni í fyrra með nágrönnum okkar í Njarðvík. Hjá HK hittum við fyrir fyrrum markvörð Keflavíkurliðsins, Gunnleif nokkurn Gunnleifsson, og verður það verðugt verkefni að koma boltanum framhjá honum en HK-liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni; 5 mörk í 6 leikjum.
Adolf Sveinsson getur ekki tekið þátt í leiknum í kvöld en hann tekur út leikbann. Ingvi Rafn Guðmundsson kemur inn í hópinn en hann hefur einmitt verið 17. maður í undanförnum leikjum. Guðjón Antoníusson þurfti að fara meiddur af velli í síðasta leik gegn Haukum; hann hefur æft síðan en er ekki 100% heill. Brynjar Örn Guðmundsson mun taka stöðu hans í vörninni en Brynjar kom einmitt inn fyrir Guðjón í Haukaleiknum og stóð sig vel.
Hópurinn gegn HK:
Ómar
Magnús Þormar
Brynjar Örn
Zoran
Haraldur
Kristján
Guðjón
Hólmar Örn
Stefán
Jónas
Ólafur Ívar
Scott
Ingvi Rafn
Magnús Þorsteins
Þórarinn
Hörður