Hópurinn gegn KR
Keflavík og KR mætast í Deildarbikarnum laugardaginn 11. mars og hefst leikurinn kl. 15:00 í Reykjaneshöllinni. Eins og stundum áður geta liðin ekki teflt fram öllum sínum sterkustu leikmönnum. Eins og áður hefur komið fram eru Ingvi Rafn Guðmundsson, Þórarinn Kristjánsson og Hallgrímur Jónasson allir að ná sér eftir meiðsli og hafa ekki getað æft með liðinu. Þeir Guðmundur Mete og Ólafur Jón Jónsson eiga einnig við meiðsli að stríða og geta ekki verið með gegn KR. Annars er hópurinn hjá Keflavík ekki enn fullskipaður. Von er á Geoff Miles frá Bandaríkjunum í næstu viku en Líbaninn Buddy Farah kemur um næstu mánaðarmót og slæst þá í hópinn í æfingaferð Keflavíkurliðsins á Spáni.