Fréttir

Knattspyrna | 8. júlí 2006

Hópurinn gegn Lilleström

Eins og flestir ættu að vita mætast Keflavík og Lilleström í 2. umferð InterToto-keppninnar á sunnudag.  Leikurinn hefst á Keflavíkurvelli kl. 14:00.  Þess má geta að þetta er 40. leikur Keflavíkur í Evrópukeppni en sá fyrsti var gegn ungverska liðinu Ferencvaros árið 1965.  Ungverjarnir unnu leikinn 4-1 en það var Rúnar Júlíusson sem skoraði mark Keflavíkur.

Ein breyting verður á leikmannahópnum frá síðustu leikjum.  Garðar Eðvaldsson kemur inn í staðinn fyrir Ragnar Magnússon.  Garðar, sem er 18 ára, verður þar með í leikmannahópi meistaraflokks í fyrsta sinn.  Hópurinn er þá þannig skipaður:

Ómar
Magnús Þormar
Guðjón
Guðmundur Mete
Kenneth
Hallgrímur
Garðar
Branko
Hólmar Örn
Jónas
Baldur
Einar Orri
Viktor
Símun
Magnús Þorsteins
Guðmundur Steinars
Stefán Örn
Þórarinn