Fréttir

Knattspyrna | 6. júní 2004

Hópurinn gegn Víkingi

Keflavík og Víkingur leika í 5. umferð Landsbankadeildarinnar á mánudag
kl. 19:15 og fer leikurinn fram á Keflavíkurvelli.  Þessi leikur er geysimikilvægur;
eftir tap gegn Fylki í síðasta leik er ljóst að liðið þarf að sigra á morgun. 
Víkingar eru í neðsta sæti deildarinnar en eru svo sannarlega sýnd veiði en
ekki gefin, liðið hefur sýnt ágæta leiki undanfarið og verður ekki auðunnið.

Keflavík teflir fram sama leikmannahópi og í síðasta leik en ljóst er að breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu.  Hópurinn er annars þannig skipaður en Ingvi Rafn Guðmundsson verður sautjándi maður.

Markmenn:
Ólafur Gottskálksson
Magnús Þormar

Vörn:
Guðjón Antoníusson
Sreten Djurovic
Haraldur Guðmundsson
Ólafur Ívar Jónsson
Hjörtur Fjeldsted

Miðja:
Hólmar Örn Rúnarsson
Jónas Guðni Sævarsson
Stefán Gíslason
Scott Ramsay
Zoran Ljubicic

Sókn:
Hörður Sveinsson
Magnús Þorsteinsson
Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson