Hörður á afmæli!
Í dag heldur Hörður nokkur Sveinsson upp á 26 ára afmæli sitt. Hörður er Keflvíkingur í húð og hár og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2001 og hefur leikið 99 opinbera leiki og skorað 28 mörk. Hörður lék með Víði á yngri árum og var á mála hjá danska liðinu Silkeborg. Við óskum Herði til hamingju með daginn og bendum á að blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Það er hins vegar hægt að senda afmælisbarninu kveðju í tilefni dagsins, t.d. með þessum textaskilaboðum sem er víst hægt að senda með símum nú til dags.
Hörður varð pabbi á síðasta ári.