Fréttir

Knattspyrna | 26. október 2005

Hörður æfði með AIK

Hörður Sveinsson sem nú er staddur hjá sænska liðinu AIK í Stokkhólmi mætti á æfingu með liðinu í morgun og gekk allt vel.  Æft var á gervigrasi og komst okkar maður vel frá æfingunni.  Honum líður vel í Stokkholmi og hefur hitt þar aðra íslenska leikmenn sem leika með sænskum liðum.  Hörður æfir á morgun og föstudag með liðinu og kemur síðan heim á laugardag.  Þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.  ási


Stuðningsmenn AIK eru þekktir fyrir ákafan stuðning við sitt félag.