Fréttir

Knattspyrna | 3. október 2005

Hörður efnilegastur

Lokahóf KSÍ fór fram á laugardagskvöld með pompi og pragt á Broadway.  Mikil flugeldasýning fór fram og margir góðir knattspyrnumenn voru heiðraðir.  Við vissum fyrirfram að Hörður Sveinsson, okkar knái framherji, fengi silfurskóinn fyrir sín 9 mörk í Landsbankadeildinni í sumar.  En kosning Harðar sem efnilegasta leikmanns sumarsins kom glæsilega á óvart þó Hörður sé manna best kominn að þeirri viðurkenningu.  Við vorum gríðarlega stoltir fulltrúar Keflavíkur á lokahófinu þegar þetta var tilkynnt og óskum Herði og okkur til hamingu með þetta glæsilega kjör.  Þá fengu bæði lið meistaraflokks karla og kvenna í Landsbankadeildinni viðurkenningu KSÍ og MasterCard fyrir heiðarlega framkomu árið 2005 vegna átaksins „Leikur án fordóma“.  ási


Hörður Sveinsson hinn efnilegi.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)