Fréttir

Knattspyrna | 20. mars 2006

Hörður er óstöðvandi

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson byrjar feril sinn með danska liðinu Silkebrog IF svo sannarlega með látum.  Um helgina skoraði kappinn bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Brøndby en Hörður skoraði einnig tvö mörk í fyrsta leik sínum með Silkeborg á dögunum.  Danirnir eru eiginlega furðu lostnir yfir þessari framgöngu Harðar og tala um „íslenska hverinn“.  Silkeborg er greinilega að verða alvöru Íslendingalið því Hörður og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson hafa stimplað sig hressilega inn í danska boltann.  Svo vonum við bara að okkar maður haldi áfram á sömu braut.

Mynd: Hörður í búningi Silkeborg.  Myndin er tekin af heimasíðu félagsins.