Hörður hjá Brann
Hörður Sveinsson hefur verið til reynslu hjá norska Íslendingaliðinu Brann. Honum hefur líkað dvölin í rigningunni í Bergen vel en ekki liggur enn fyrir hvað úr verður. Tvö dönsk lið hafa boðið Herði til reynslu og allt eins líklegegt að hann fari til Midtjylland á morgun miðvikudag og verði þar fram yfir helgi og sjái leik liðsins gegn Silkiborg sem einnig hefur sýnt leikmanninum áhuga.