Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2005

Hörður í úrvalsliði 7.-12. umferða

Keflavík á einn fulltrúa í úrvalsliði 7.-12. umferðar Landsbankadeildarinnar sem var kynnt í dag.  Það er framherjinn Hörður Sveinsson og er hann vel að valinu kominn enda strákurinn verið öflugur að undanfarið og er kominn með 6 mörk í Landsbankadeildinni í sumar.  Farmherjarnir okkar hafa þá báðir komið við sögu í úrvalsliðum sumarsins en Guðmundur Steinars var í úrvalsliði fyrstu umferðanna.  Annars var FH-ingurinn Allan Borgvardt valinn besti leikmaðurinn að þessu sinni, Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn og Kristinn Jakobsson var útnefndur besti dómarinn.  Það eru fulltrúar fjölmiðla sem velja en það eru KSÍ og Landsbankinn sem veita viðurkenningarnar.


Hörður í Evrópuleiknum í Lúxemborg þar hann setti fjögur mörk.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)