Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2004

Hörður, Ingvi og Jónas í U-21 árs liðinu

Þeir Hörður Sveinsson, Ingvi Rafn Guðmundsson og Jónas Sævarsson eru allir í U-21 árs landsliði Íslands sem mætir Möltu og Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins.  Leikið verður gegn Möltu á útivelli föstudaginn 8. október og síðan gegn Svíum þriðjudaginn 12. október á Grindavíkurvelli.


Hörður skorar gegn KR-ingum fyrr í sumar.
(Mynd: Hilmar Bragi /
Víkurfréttir)