Fréttir

Knattspyrna | 21. október 2005

Hörður leggur land undir fót

Hörður Sveinsson sló í gegn í sumar.  Frammistaða hans hefur vakið athygli erlendra liða og hafa nokkur lið sett sig í samband við Hörð og Keflavík.  Ákveðið er að Hörður fari til sænska stórliðsins AIK sem hefur aðsetur sitt í Solna, útborg Stokkholms.  Leikvangur liðsins er Rasunda leikvangurinn, þjóðarleikvangur Svía sem byggður var 1926 og rúmar 30.000 manns.  AIK sem stendur fyrir Almanna íþrótta klúbburinn er langstærsta íþróttafélag Svíþjóðar sem leggur stund á margar greinar.  Félagið býr við góðar aðstæður.  Fyrir utan Rasunda leikvanginn hefur liðið mjög gott æfingasvæði skammt þar frá.  Félagið er að byggja upp nýtt lið eftir nokkur mögur ár.  Stuðningsmenn AIK þykja afar harðir í horn að taka og ekki allir alltaf til fyrirmyndar.  Black Army, Svarti herinn, er kjarni stuðningsmanna sem hafa á stundum ekki verið neinir skátar í framkomu sinni og komið liðinu í vandræði.  Á þeim málum hefur verið tekið.  Eftir dvölina hjá AIK eru fleiri lið tilbúin á bjóða leikmanninum til sín.  ási