Fréttir

Knattspyrna | 15. júlí 2009

Hörður meiddur

Það er óhætt að segja að meiðsli hafi verið að hrjá liðið okkar í sumar og nú hefur Hörður Sveinsson bæst á sjúkralistann.  Eftir leikinn gegn ÍBV á dögunum kom í ljós að Hörður er með brákað bein í fætinum og verður ekki með í næstu leikjum.  Ekki er enn ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en það mun væntanlega skýrast betur í dag.  Við vonum auðvitað það besta og vonumst til að sjá Hörð á knattspyrnuvellinum sem fyrst.


Hörður nýtur veðurblíðunnar í Keflavík.
(Mynd: Jón Örvar)