Fréttir

Knattspyrna | 13. mars 2006

Hörður og Hólmar báðir með tvö mörk

Þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson fara vel af stað með nýjum félögum sínum í Danmörku og Svíþjóð.  Um helgina skoruðu þeir báðir tvö mörk; Hörður í 3-2 sigri Silkeborg gegn Viborg í sínum fyrsta deildarleik og Hólmar skoraði í 4-1 sigri Trelleborgs á Hässleholm.  Þetta er frábært hjá strákunum en meira er hægt að sjá á heimasíðum Silkeborg og Trelleborgs.



Hörður og Hólmar voru á markaskónum um helgina.