Hörður og Jónas í U-21 árs liðinu
Þeir Hörður Sveinsson og Jónas Guðni Sævarsson eru í landsliði Íslands skipuðum leikmönnum U21 árs sem leikur gegn Króatíu og Búlgaríu. Leikirnir eru liður í undankeppni Evrópumótsins; leikið verður gegn Króatíu hér heima á föstudag og síðan í Búlgaríu þriðjudaginn 6. september. Þeir félagar hafa verið fastamenn í U21 árs liðinu að undanförnu enda hafa þeir báðir verið að leika vel í Landsbankadeildinni í sumar. Við óskum þeim góðs gengis í leikjunum sem nú eru framundan.
Jónas í baráttunni gegn Michael Thurk í leiknum gegn Mainz á dögunum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)