Hörður orðinn pabbi
Enn fjölgar Keflvíkingum og nú er það Hörður nokkur Sveinsson sem eignast hefur flotta prinsessu. Stúlkan fæddist í Silkeborg þann 3. febrúar og hefur greinilega erft stærðina frá pabba sínum. Hún mældist 4250 gr eða 17 merkur og 55 cm. Þetta er fyrsta barn þeirra Hödda og Birnu og eru þau búsett í Silkeborg. Við vonumst nú samt eftir því að sjá Hödda í Keflavíkurbúning aftur og taka nokkur skemmtileg fögn eins og honum einum er lagið. Knattspyrnudeildin vill óska þeim Hödda og Birnu innilega til hamingju með prinsessuna og óskar þeim alls hins besta.