Hörður til Keflavíkur
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Hörður Sveinsson er kominn aftur í okkar herbúðir en hann hefur fengið félagaskipti frá Val og verður með Keflavík til loka þessa tímabils. Það þarf ekki að kynna Hörð fyrir stuðningsmönnum okkar enda drengurinn Keflvikingur í húð og hár.
Hörður er 29 ára og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2001. Hann hefur leikið 116 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 33 mörk. Hörður hefur auk þess leikið 14 bikarleiki og skorað eitt mark sem kom í úrslitaleik keppninnar árið 2004. Svo má ekki gleyma að Hörður skoraði fimm mörk í sex Evrópuleikjum, þar af fjögur í einum leik gegn Etzella frá Lúxemborg. Hörður lék með Silkeborg í Danmörku árin 2006-2008 og hann gekk síðan til liðs við Val fyrir síðasta keppnistímabil.
Við bjóðum Hörð velkominn aftur til Keflavíkur.