Fréttir

Knattspyrna | 12. nóvember 2004

Hörður til Start

Hörður Sveinsson fer á laugardag til norska félagsins Start sem spilar í efstu deild þar í landi .  Hann verður þar við æfingar í eina viku.  Hörður er einn efnilegasti leikmaður landsins og hefur á árinu tryggt sér fast sæti í U-21 árs landsliði Íslands.  Hörður skoraði fimm mörk í 18 leikjum í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði auk þess eftirminnilegt mark í bikarúrslitunum gegn KA.  Hörður hefur leikið 50 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 10 mörk; auk þess hefur hann skorað eitt bikarmark í sjö leikjum.


Hörður fagnar marki sínu í úrslitaleik bikarkeppninnar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)