Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2007

Hörkuleikir gegn Fjölni í 5. flokki karla

Keflavíkurpiltar í 5. flokki fóru í Egilshöll í gær og spiluðu gegn Fjölni í Íslandsmótinu.  Sól og blíða utandyra en piltarnir að spila innandyra!  Fjölnir er með mjög sterk lið í 5. flokki og því vitað að um erfiða leiki yrði að ræða.  Piltarnir gáfu allt í leikina en náðu því miður aðeins einum sigri og töpuðu þremur leikjum. 

A - lið:
Fjölnir- Keflavík 2 - 3 (0 - 1)
Mörk Keflavíkur: Elías Már Ómarsson 2 og Samúel Kári Friðjónsson. 
A - liðið hefur staðið sig frábærlega í sumar og hélt áfram sigurgöngu sinni.  Keflavík komst í 3 - 0 en slökuðu heldur á í seinni hálfleik og hleyptu tveimur mörkum inn og þar við sat.  Fullt hús stiga hjá A - liðinu á Íslandsmótinu í sumar.
Staðan.
Leikskýrsla.

B - lið:
Fjölnir - Keflavík 3 - 2 (2 - 1)
Mörk Keflavíkur: Ari Steinn Guðmundsson og Einar Þór Kjartansson.
Þetta var langbesti leikur B - liðsins í sumar.  Fjölnismenn byrjuðu betur og komust í 2 - 0 en þá tóku Keflavíkurpiltar vel við sér og jöfnuðu og áttu mörg færi til þess að gera út um leikinn.  En það var sá svartklæddi sem gerði út um leikinn í þetta sinn með því að GEFA Fjölni eitt ódýrasta víti sem sést hefur og það á síðustu mínútu leiksins!  Vítaspyrnan var svo tekin 6 metra frá marki en ekki 8 metra eins og vani er, dómarinn vissi ekki betur!  Hann lét þó endurtaka spyrnuna á réttum stað eftir mikla reikistefnu og skoruðu Fjölnismenn einnig úr seinna vítinu.  Eftir stóðu Keflavíkurpiltar gráti næst eftir hetjulega framgöngu.  Þess má geta að Fjölnir hefur unnið alla leiki sína í B - liða keppninni á Íslandsmótinu.
Staðan.
Leikskýrsla.

Sameiginleg staða A og B liða.
Þrjú efstu liðin í sameiginlegri keppni A og B liða fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins, tvö efstu liðin færast upp í A - deild næsta sumar.

C - lið:
Fjölnir - Keflavík 5 - 1 (2 - 0)
Mark Keflavíkur: Tómas Orri Grétarsson.
Piltarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Selfossi fyrr í vikunni.  Að þessu sinni mættu þeir geysisterku Fjölnisliði og áttu einfaldlega við ofurefli að etja.
Staðan.
Leikskýrsla.

D - lið:
Fjölnir - Keflavík 5 - 3 (3 - 1)
Mörk Keflavíkur: Hafsteinn Óli Sverrisson 2 og Óðinn Jóhannsson.
Slæmur fyrri hálfleikur hjá piltunum en þeir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, en það dugði því miður ekki til sigurs að þessu sinni.
Staðan.
Leikskýrsla.

Næsti leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu er gegn Haukum.  Leikið verður á Iðavöllum fimmtudaginn 19. júlí.  Upphitunarleikur fyrir Evrópuleik Keflavíkur.


Arnþór Ingi Guðjónsson er hér í leik gegn Fjölni á N1 mótinu fyrr í sumar. 
Arnþór átti mjög góðan leik í vörn A - liðs Keflvíkur gegn Fjölni í gær.