Fréttir

Knattspyrna | 18. mars 2004

Hressilegur æfingaleikur gegn ÍH

Keflavík lék æfingaleik gegn ÍH úr Hafnarfirði í gærkvöldi og fengu þeir sem ekki hafa leikið leikina í Deildarbikarnum undanfarið að spreyta sig.  Okkar strákar unnu öruggan sigur í leiknum 3-0 en það voru Hjörtur Fjeldsted, Þórarinn Kristjánsson og Jakob aðstoðarþjálfari Jónharðsson sem skoruðu mörkin.  Þess má geta að Janko þjálfari fékk líka að spreyta sig í nokkrar mínútur en engar sögur fara af frammistöðu karlsins.