Fréttir

Knattspyrna | 1. apríl 2006

Hressir Frakkar

Eins og fram hefur komið hér á síðunni eru tveir franskir umboðsmenn staddir hér á landi á vegum Keflavíkur en þeir eru að sjálfsögðu hingað komnir til að skoða íslenska knattspyrnumenn.  Þeir Pierre Canton og Bernard Gardon komu til landsins á fimmtudag, láta vel af dvöl sinni hér og eru hinir hressustu.  Þeir fóru á leik Keflvíkinga gegn Fram á fimmtudagskvöldið.  Á föstudag fóru þeir í Bláa Lónið og voru mjög hrifnir.  Einnig var Saltfisksetrið í Grindavík skoðað.  Þá fóru þeir félagar í heimsókn til KSÍ.  Þeir sáu síðan leik FH gegn norska liðinu Dröbak/Frogn IL og svo leik Þróttar og Grindavíkur.  Í dag, laugardag, ætla Frakkarnir að sjá einhverja leiki en þeir fara heim á sunnudag.

Myndir: Jón Örvar Arason


Frá vinstri: Pierre Canton, Bernard Gardon, Desmond, Hansi og Rúnar.


Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ og Bernard Gardon
.