Hryllingur í Laugardalnum
Framarar rótburstuðu lélega Keflvíkinga í gærkvöldi 5-0 í 15. umferð Pepsí deildarinnar. Við verðum að fara til baka til ársins 2000 í Vestmannaeyjum (5-0) til að finna annað eins tap ogí gærkvöldi. Keflavíkurliðið var vægast sagt lélegt og leyfði leikmönnum Fram að leika sér með boltann á löngum köflum enda fengu þeir frið til þess gegn algjörlega andlausu liði okkar manna. En það er stutt í næsta leik og menn vonandi þá búnir að laga til hjá sér. Blikar koma í heimsókn á sunnudag og vonandi geta leikmenn bætt stuðningsmönnum sínum upp hryllinginn sem þau urðu vitni að í gærkvöldi.
Keflavík: Lasse Jörgensen, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej (Bessi Víðisson 46.), Magnús Sverrir Þorsteinsson (Magnús Þórir Matthíasson 76.), Jón Gunnar Eysteinsson, Hólmar Örn Rúnarsson fyrirliði (Einar Orri Einarsson 76.), Brynjar Örn Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson og Símun Samuelsen.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Magnús Þór Magnússon, Sigurður Gunnar Sævarsson, Sverrir Þór Sverrisson.
Kristján þjálfari var í viðtali á fótbolti.net og birtum við það hér með leyfi.
,,Við gátum ekkert," svaraði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga stutt og laggott eftir leikinn í kvöld þar sem hans menn töpuðu 5-0 fyrir Fram.
Aðspurður að því hvað því hafi valdið telur Kristján að hugarfarið hafi ekki verið rétt.
,,Sennilega hugarfar, það er svona lang líklegasta skýringin. Við erum ekki komnir úr sigurgírnum frá því á fimtudaginn og inn í þennan leik."
Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti en fengu svo þriðja markið beint í andlitið gegn gangi leiksins. Kristján telur það mark hafa algjörlega klára leikinn.
,,Jú, kannski endanlega þá gerði það það. Þetta er svo lélegt mark að fá á sig að það náttúrlega slær alla út að endingu. En við gátum svo sem ekkert í fyrri hálfleik og fyrsta markið var lélegt og þetta bara var svona, allur leikurinn í gegn var bara hörmung."
Keflvíkingar hafa ekki náð að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna en því má kannski um að kenna þeirri staðreynd að liðið hefur ekki enn unnið leik á útivelli.
,,Já, það vantar svona herslumuninn. Við höfum ekki náð að vinna þessa leiki með einu marki sem hafa orðið jafntefli, sérstaklega á útivelli. Við vorum að gera það í fyrra. Þá vorum við með örlítið meiri breidd og réðum aðeins betur við það að setja menn inn á sem gátu klárað leikina, það er það sem vantar upp á núna," sagði niðurlútur þjálfari Keflvíkinga að lokum.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir
Dómaratríóið stóð fyrir sínu.
Byrjunarlið Keflavíkur.
Fyrsta mark leiksins í uppsiglingu.
Jón Gunnar í baráttunni.
Framarar skora annað mark sitt.
Bjarni, Hjálmar og Haraldur.
Barátta við mark Fram.