Fréttir

Knattspyrna | 13. maí 2009

Húfur á börn til sölu

Eiginkonur leikmanna stórveldis Keflavíkur eru hörkuduglegar.  Þær mæta á alla leiki hjá sínum mönnum og styðja þá 100%.  Nú hafa þær verið að funda og hafa ákveðið að byrja á því að láta búa til húfur á börn með merki Keflavíkur og nafni barns ef fólk vill.  Þær hafa náð hagstæðum samningum um að láta búa þetta til fyrir sig.  Það sem þær vilja er að allir séu vel merktir Keflavík og ætla að byrja á börnunum þar sem barnalán hefur leikið Keflavíkurliðið undanfarið og heldur enn áfram.  Stefnan er svo að láta búa til ýmislegt annað ef vel gengur og er um að gera að vera með þeim í að merkja stúkuna.   Þessi varningur er seldur á kostnaðarverði og tilgangurinn er aðeins merkja stuðningsmenn liðsins.

Húfan kostar:
• 2200 kr. með nafni barns.
• 1800 kr. án nafns.

Bundnar flíshúfur: Litir: dökkblár, hvítur og rauður.
Húfurnar koma í þremur stærðum:
• Small (44 cm höfuðmál)
• Medium (48 cm)
• Large (54 cm)

• óbundnar (Húfurnar án banda koma í einni stærð)
Hægt er að fá allar upplýsingar og panta hjá Finnu á fip1@hi.is.