Fréttir

Knattspyrna | 22. október 2004

Húsanes-mót 5. flokks á laugardag

Laugardaginn 23. október fer fram knattspyrnumót í 5. flokki kvenna (10
og11 ára) í Reykjaneshöll.  Mótið er haldið af Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur í samvinnu við Húsanes.  Þátttökulið í mótinu eru Keflavík, Haukar, Stjarnan og ÍR.  Mótið hefst kl. 14:00 á laugardaginn og því lýkur með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu frá Langbest um kl. 17:00.  Fólk er hvatt til þess að líta við í Reykjaneshöllinni og sjá efnilegar knattspyrnustúlkur á ferð.