Húsnúmerahappdrætti meistaraflokks
Strákarnir í meistarflokki karla í fótboltanum í Keflavík eru á fullu við að fjármagna æfingarferð nú í vor. Nú verður gengið í hvert hús í 230 hverfinu og seldir happdrættismiðar. Þann 1. apríl verður síðan dregið úr þeim húsnúmerum sem keyptu miða. Hver miði kostar kr. 1500 og er heimilt að kaupa eins marga miða og hver vill, því fleiri miðar því oftar fer viðkomandi húsnúmer í pottinn. Byrjað verður næstkomandi fimmtudagskvöld og þá er það Heiðar- og Vallarhverfi. Stuðningsmenn í öðrum hverfum og bæjum geta síðan haft samband við deildina ef þeir vilja vera með.