Hvatning til stuðningsmanna Keflavíkur
Kæru stuðningsmenn Keflavíkur,
Liðið okkar hefur sýnt frábær tilþrif á þessu sumri og á eftir að gleðja okkur áfram með frábærum leikjum og fullt af mörkum sem eiga eftir að skila okkur góðu sæti í deildinni. En við þurfum jákvæðan og skemmtilegan stuðning til að ná markmiðum okkar, þannig njótum við þess öll að vera á vellinum. Það er meira gaman að syngja með PUMA-sveitinni en að öskra á dómarana og finna að þeirra störfum. Virðum alla starfsmenn vallarins, njótum þess að vera jákvæð og skemmtum okkur á fótboltavöllum landsins.
f.h. knattspyrnudeildar Keflavíkur
Þorsteinn Magnússon, formaður