Hverjar eru þær?
Þekkir þú þær?
Þær hverjar? Jú stelpurnar sem slógu í gegn í sumar og þær heita:
Amber, Anita Lind, Arndís Snjólaug, Arna Lind, Auður, Berta, Birgitta, Brynja, Eva Lind, Guðrún Lísa, Íris Una, Jóney Ósk, Katla María, Kristrún Ýr, Ljiridona, Margrét Hulda, Ólöf, Sarah Magdalene, Sigurbjörg, Sólveig, Sveindís Jane, Viktoría, Una Margrét og Þóra Kristín. En hverjar eru þær? Þessar ungu konur eru framtíð knattspyrnunnar í Keflavík. Í sumar náðu þær glæsilegum árangri undir stjórn Gunnars M. Jónssonar, þjálfara. Voru aðeins hársbreidd frá því að ná sæti í Pepsi deild kvenna á næsta ári. Framtíðin er björt og mikill efniviður til staðar í Keflavík til að byggja öflugt kvennaknattspyrnulið til framtíðar. Viljinn er fyrir hendi. Við leitum til Keflvíkinga og annara velunnara kvennaknattspyrnunar til að styðja okkur til góðra verka á komandi tímabili og óskum eftir stuðningi ykkar til að halda áfram uppbyggingu á liðinu okkar.
Á næstu dögum mun birtast í heimabanka stuðningsmanna Keflavíkur valkvæður greiðsluseðill til styrktar kvennaknattspyrnunni. Við biðjum ykkur að taka þátt í verkefninu með okkur.
Þeim sem ekki fá greiðsluseðil er bent á reikning nr. 0121-26-015188 kennitala 541094-3269 ef þið hafið áhuga á að styrkja stelpurnar okkar.
Með fyrirfram þökk.
Áfram Keflavík.
Jón Benediktsson
formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur