Fréttir

Knattspyrna | 10. ágúst 2008

ÍA - Keflavík á mánudag kl. 19:15

Á mánudag mætast ÍA og Keflavík í 15. umferð Landsbankadeildarinnar.  Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli.  Fyrir leikinn er Keflavík í næstefsta sæti deildarinnar en Skagamenn í því næstneðsta.  Þó er ljóst að hér verður um hörkuleik að ræða eins og alltaf þegar þessi lið mætast og eins og sást í síðasta leik eru liðin í neðstu sætum deildarinnar sýnd veiði en ekki gefin.   Dómari leiksins verður Eyjólfur M. Kristinsson, aðstoðardómarar hans verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson, varadómari er Einar Örn Daníelsson og Sigurður Hannesson er eftirlitsmaður KSÍ.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Keflavík og ÍA hafa mæst 84 sinni í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna.  Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild.  Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur.  Alls hefur ÍA sigrað í 46 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 26 leiki.  Markatalan er 100-175, Skagamönnum í vil.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 4-1 sigur árið 1973 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild.  Sex leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað fimm mörk, Hallgrímur Jónasson fjögur, Guðmundur Steinarsson þrjú, Guðjón Antoníusson hefur skorað tvö mörk og Magnús Þorsteinsson og Hörður Sveinsson eitt mark hvor.  Þess má geta að Hallgrímur hefur skorað fjögur mörk fyrir Keflavík í 41 deildarleik og hafa öll mörkin komið gegn liði ÍA.

Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991.  Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.

Keflavík og ÍA hafa leikið 13 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast árið 2006.  Keflavík hefur unnið fimm leikjanna og ÍA sjö en einum lauk með jafntefli.  Markatalan er 16-19 fyrir ÍA.  Þrír leikmenn Keflavíkur hafa skorað bikarmark gegn ÍA; Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö og Þórarinn Kristjánsson og Símun Samuelsen eitt hvor en þessi mörk komu öll í mögnuðum bikarleik liðanna árið 2006.

Liðin mættust fyrr í sumar í 4. umferð Landsbankadeildarinnar.  Sá leikur fór fram á Sparisjóðsvellinum og þá vann Keflavík 3-1.  Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu mörk Keflavíkur en Vjekoslav Svaðumovic gerði mark gestanna.

Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Kristján Jóhannsson og markverðina Bjarna Sigurðsson, Ólaf Gottskálksson og Bjarka Freyr Guðmundsson.

Úrslit í leikjum ÍA og Keflavíkur á Akranesi hafa orðið þessi í efstu deild undanfarin ár:

2007

ÍA - Keflavík

2-1 Hallgrímur Jónasson
2006

ÍA - Keflavík

1-0
2005

ÍA - Keflavík

1-2 Guðjón Antoníusson
Guðmundur Steinarsson
     2004    

ÍA - Keflavík

2-1   Þórarinn Kristjánsson
  2002

ÍA - Keflavík

5-2   Adolf Sveinsson
Hörður Sveinsson
  2001

ÍA - Keflavík

2-0  
  1999

ÍA - Keflavík

2-2   Gunnar Oddsson
Þórarinn Kristjánsson
  1998

ÍA - Keflavík

1-1   Guðmundur Steinarsson
  1997

ÍA - Keflavík

3-0  
  1996

ÍA - Keflavík

5-0