ÍA - Keflavík á mánudag kl. 19:15
Næst á dagskrá er stórleikur í Pepsi-deildinni en þá heimsækjum við ÍA á Skipaskaga. Bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og leikurinn er svo sannarlega mikilvægur. Leikurinn verður á Norðuráls-vellinum á Akranesí mánudaginn 22. júní kl. 19:15. Fyrir leikinn er Keflavík í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍA er í 10. sætinu með sex stig.
Dómararnir
Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar þeir Leiknir Ágústsson og Smári Stefánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.
Stuðullinn
1 | X | 2 | |
Lengjan | 1,95 | 2,85 | 2,80 |
Getraunanúmer Keflavíkur er 230.
Efsta deild
Keflavík og ÍA hafa mæst 90 sinnum í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna. Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild. Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur. Alls hefur ÍA sigrað í 54 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 24 leiki. Markatalan er 115-187, Skagamönnum í vil. Stærstu sigrar Keflavíkur í leikjum liðanna eru 4-1 sigrar 1973 og 2008 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild.
Liðin hafa leikið 44 sinnum á Akranesi í efstu deild. Þar hefur Keflavík unnið 12 leiki, þremur hefur lokið með jafntefli en ÍA hefur unnið 29 leikjanna. Markatalan í útileikjum gegn ÍA er 55-106 fyrir ÍA.
Fjórir leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Hörður Sveinsson hefur skorað fjögur mörk og Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðjón Árni Antoníusson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað tvö mörk hver.
Alls hafa 48 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn ÍA í efstu deild. Það er Steinar Jóhansson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn ÍA í efstu deild en þau voru níu. Næstir eru Guðmundur Steinarsson, Óli Þór Magnússon og Þórarinn Kristjánsson allir með fimm mörk. Þess má geta að Hallgrímur Jónasson skoraði á sínum tíma fjögur mörk fyrir Keflavík í 48 leikjum í efstu deild en mörkin fjögur komu öll á móti liði ÍA.
B-deild
Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991. Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.
Bikarkeppnin
Keflavík og ÍA hafa leikið 15 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast árið 2006. Keflavík hefur unnið 5 leikjanna en ÍA 9 en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 17-27 fyrir ÍA.
Síðast
Liðin léku síðast bæði í Pepsi-deildinni árið 2013 og þá vann Keflavík báða leiki liðanna. Fyrri leikurinn á Akranesi fór 3-2 þar sem Hörður Sveinsson, Arnór Ingvi Traustason og Magnús Þór Magnússon skoruðu fyrir Keflavík en Ármann Smári Björnsson og Jóhannes Karl Guðjónsson fyrir heimamenn. Keflavík vann svo á Nettó-vellinum í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 5-4. Hörður Sveinsson gerði þrennu í leiknum og Arnór Ingvi Traustason og Magnús Þorsteinsson gerðu sitt hvort markið. Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Arnar Már Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Jorge Corella Garcia skoruðu mörk ÍA.
Bæði lið
Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Bjarka Freyr Guðmundsson.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum ÍA og Keflavíkur á Akranesi hafa orðið þessi undanfarin ár:
Dags. | Keppni | Áh. | Úrslit | Mörk Keflavíkur |
24.06.2013 | A-deild | 1123 | 2-3 |
Hörður Sveinsson 13. Arnór Ingvi Traustason 16. Magnús Þór Magnússon 84. |
20.05.2012 | A-deild | 1796 | 2-3 |
Guðmundur Steinarsson 37. (v) Arnór Ingvi Traustason 73. |
11.08.2008 | A-deild | 963 | 1-4 |
Símun Samuelsen 9. Guðmundur Steinarsson 19. Patrik Redo 76. Patrik Redo 82. |
04.07.2007 | A-deild | 1832 | 2-1 | Hallgrímur Jónasson 83. |
Einar Orri Einarsson fékk rautt spjald | ||||
24.08.2006 | A-deild | 1093 | 1-0 | |
23.07.2006 | Bikarkeppni | 1399 | 1-4 |
Þórarinn Kristjánsson 18. Guðmundur Steinarsson 48. (v) Guðmundur Steinarsson 75. Símun Samuelsen 81. |
Leikur í 8 liða úrslitum, Keflavík varð bikarmeistari þetta ár | ||||
15.06.2006 | A-deild | 931 | 1-2 |
Guðjón Árni Antoníusson 54. Guðmundur Steinarsson 77. |
31.08.2004 | A-deild | 513 | 2-1 | Þórarinn Kristjánsson 19. (v) |
01.07.2003 | Bikarkeppni | 948 | 1-0 | |
Leikur í 16 liða úrslitum. | ||||
19.06.2002 | A-deild | 1058 | 5-2 |
Adolf Sveinsson 6. Hörður Sveinsson 80. |