ÍA - Keflavík á sumardaginn fyrsta
nullÍA og Keflavík leika í síðustu umferð Deildarbikarsins fimmtudaginn 20. apríl, sumdardaginn fyrsta. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 14:00. Þessi leikur ræður úrslitum um það hvort liðið kemst í úrslitakeppni Deildarbikarsins í ár. Okkar mönnum nægir jafntefli til að tryggja sér sæti þar en með sigri komast Skagamenn þangað á okkar kostnað. Víkingur R. og Þór leika einnig í þessari síðustu umferð og berjast um hitt lausa sætið í úrslitunum; þar nægir Víkingum jafntefli til að komast áfram. Það er því mikil barátta framundan um sæti í undanúrslitunum sem verða fimmtudaginn 27. apríl en úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 1. maí.