ÍA - Keflavík á sunnudag kl. 19:15
ÍA og Keflavík mætast í 4. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli. Skagamenn hafa byrjað mótið af krafti og eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Okkar lið er með fjögur stig eftir jafntefli, sigur og tap í fyrstu leikjunum. Það er alltaf hart tekist á þegar þessi lið mætast og nokkuð víst að svo verður einnig í þetta sinn. Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar hans verða Áskell Þór Gíslason og Haukur Erlingsson og Ari Þórðarson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og ÍA hafa mæst 85 sinni í efstu deild og hafa Skagamenn talsverða yfirburði í viðureignum liðanna. Liðin mættust fyrst árið 1958 þegar við lékum fyrst í efstu deild. Akranes vann þann leik 5-1 en Högni Gunnlaugsson skoraði mark Keflavíkur. Alls hefur ÍA sigrað í 46 leikjum, 12 sinnum hefur orðið jafntefli en Keflavík hefur unnið 27 leiki. Markatalan er 104-176, Skagamönnum í vil. Stærstu sigrar Keflavíkur í leikjum liðanna eru 4-1 sigrar 1973 og 2008 en stærsta tapið var 0-9 tap árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild. Tveir leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍA í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað fjögur mörk og Magnús Þorsteinsson eitt.
Liðin mættust tvisvar í næstefstu deild en það var árið 1991. Skagamenn unnu báða leikina og markatalan var 1-6.
Keflavík og ÍA hafa leikið 13 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1960 og síðast árið 2006. Keflavík hefur unnið 5 leikjanna en ÍA 7 en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 16-19 fyrir ÍA. Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö bikarmörk gegn Skaganum en þau mörk komu í mögnuðum bikarleik liðanna árið 2006.
Liðin léku síðast í efstu deild árið 2006 og vann Keflavík báða leikina sem voru miklir markaleikir. Fyrri leikurinn fór fram Keflavík og fór 3-1. Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu fyrir Keflavík en Vjekoslav Svaðumovic fyrir gestina. Í seinni leiknum á Akranesi gerði Keflavík enn betur og vann 4-1 þar sem Patrik Redo gerði tvö markanna og Símun Samuelsen og Guðmundur Steinarsson eitt mark hvor. Arnar Gunnlaugsson gerði mark ÍA.
Í gegnum árin hafa nokkir leikmenn leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Bjarka Freyr Guðmundsson.
Úrslit í leikjum ÍA og Keflavíkur á Akranesi hafa orðið þessi í efstu deild undanfarin ár:
2008 | ÍA - Keflavík | 1-4 |
Patrik Redo 2 Símun Samuelsen Guðmundur Steinarsson |
||
2007 |
ÍA - Keflavík |
2-1 | Hallgrímur Jónasson | ||
2006 |
ÍA - Keflavík |
1-0 | |||
2005 |
ÍA - Keflavík |
1-2 |
Guðjón Antoníusson Guðmundur Steinarsson |
||
2004 |
ÍA - Keflavík |
2-1 | Þórarinn Kristjánsson | ||
2002 |
ÍA - Keflavík |
5-2 |
Adolf Sveinsson Hörður Sveinsson |
||
2001 |
ÍA - Keflavík |
2-0 | |||
2000 |
ÍA - Keflavík |
2-2 |
Þórarinn Kristjánsson Magnús Þorsteinsson |
||
1999 |
ÍA - Keflavík |
2-2 |
Gunnar Oddsson Þórarinn Kristjánsson |
||
1998 |
ÍA - Keflavík |
1-1 | Guðmundur Steinarsson |