Fréttir

Knattspyrna | 15. júní 2005

ÍA-Keflavík í kvöld

Keflavík leikur gegn ÍA á Akranesi í Landsbankadeildinni í kvöld kl. 19:15.  Leikurinn skiptir miklu máli fyrir bæði lið og hvetjum við stuðningsmenn Keflvíkinga til að fjölmenna á Skipaskaga og hvetja okkar menn í harðri baráttu um efstu sætin í Landsbankadeildinni.  Bæði lið hafa 7 stig eftir fyrstu 5 umferðinarnar í deildinni og eru í 4.-6. sæti ásamt Fram.

Lið ÍA er það lið sem Keflavík hefur oftast mætt en jafnframt það lið sem við höfum átt í mestu erfiðleikum með.  Liðin hafa leikið 79 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958.  Keflavík hefur unnið 19 leiki en Skagamenn 49, jafntefli hefur orðið í 11 leikjanna.  Markatalan er 91-151, liði ÍA í vil.  Keflavík hefur mest unnið ÍA með þriggja marka mun, 4-1 árin 1966 og 1973.  Stærsti sigur Skagamann á Keflavík var 9-0 árið 1959 en það er stærsta tap Keflavíkur í efstu deild frá upphafi.  Mesti markaleilur liðanna var hins vegar 8-2 leikur árið 1995.  Tveir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Akranesi; framherjarnir Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson hafa báðir gert eitt mark í leikjum þessara liða.

Liðin hafa mæst 14 sinnum í bikarkeppni KSÍ.  Þar hefur Keflavík unnið 5 leiki, ÍA alls 8 leiki en einum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 14-23 fyrir ÍA.

Keflavík og ÍA mættust síðast í Landsbankadeildinni á síðasta ári.  Skagamenn unnu báða leikina; 2-0 í Keflavík en 2-1 á Akranesi þar sem Þórarinn Kristjánsson setti markið.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum liðum.  Þar af eru þrír markverðir, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Gottskálksson og Bjarki Freyr Guðmundsson sem nú leikur í marki Skagamanna.  Það má því að segja að Keflavíkingar hafi gjarnan séð Skagamönnum fyrir markmönnum gegnum tíðina.  Kristján Jóhannsson lék einnig með liði ÍA um tíma.

Úrslit í leikjum ÍA og Keflavíkur á Akranesi hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2004    

ÍA - Keflavík

2-0
2002

ÍA - Keflavík

5-2 Adolf Sveinsson
Hörður Sveinsson
2001

ÍA - Keflavík

2-0
2000

ÍA - Keflavík

2-2 Þórarinn Kristjánsson
Magnús Þorsteinsson
1999

ÍA - Keflavík

2-2 Gunnar Oddsson
Þórarinn Kristjánsson
1998

ÍA - Keflavík

1-1 Guðmundur Steinarsson
1997

ÍA - Keflavík

3-0
1996

ÍA - Keflavík

5-0
1995

ÍA - Keflavík

8-2 Óli Þór Magnússon 2
1994

ÍA - Keflavík

0-2 Óli Þór Magnússon
Gunnar Oddsson


Af leik ÍA og ÍBK á Skipasaga 18. júlí 1973.  Þá sáu 1.800 áhorfendur Keflvíkinga
vinna 2-1 með tveimur mörkum Steinars Jóhannssonar.  (Úr
Morgunblaðinu)