Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2006

ÍA og Breiðablik í VISA-bikarnum

Búið er að draga í 8 liða úrslit VISA-bikarsins.  Hjá karlaliðunum eiga Keflavík og Leiknir eftir að mætast í í 16 liða úrslitum en sigurliðið mætir ÍA í næstu umferð.  Stúlkurnar fá erfitt verkefni en þær drógust gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á útivelli.  Leikirnir hjá körlunum fara fram 23. og 24. júlí en konurnar leika 28. júlí.

Í VISA-bikar kvenna mætast eftirfarandi lið:
Breiðablik - Keflavík
HK/Víkingur - Fjölnir
Stjarnan - ÍR
KR - Valur

Í VISA-bikar karla mætast eftirfarandi lið:
KR - ÍBV
ÍA - Leiknir R./Keflavík
Valur - Víkingur R.
KA - Þróttur R.