ÍAV-mótið framundan
ÍAV-mótið verður leikið nú í vikunni í Reykjaneshöllinni. Eins og nafn mótsins gefur til kynna eru það Íslenskir aðalverktakar sem styrkja mótið og gefa sigurlaunin. Það eru Keflavík, Njarðvík, FH og Stjarnan sem taka þátt í mótinu og verður dagskráin sem hér segir:
Miðvikudagur 12. febrúar kl. 19:00: Keflavík - Stjarnan
Föstudagur 14. febrúar kl. 18:30: Njarðvík - FH
Sunnudagur 16. febrúar kl. 12:30: Leikið um 3. sæti
Sunnudagur 16. febrúar kl. 14:30: Úrslitaleikur