Fréttir

Knattspyrna | 21. maí 2006

ÍBK Íslandsmeistarar 1973

Ég þrái ekkert heitar en að vera á vellinum þegar Keflvíkingar taka á móti Íslandsmeistaratitlinum.  Hvaða ár sem það kann að verða.  Allavega ætti að styttast í það (það getur ekki lengst).  1973 urðum við síðast íslandsmeistarar og þá var ég líklegast að borða sand á leikskólanum, en þar sem tæknin er svo skemmtileg í dag er hægt að lesa allt um þetta tímabil og fleiri á síðum mbl.is undir gagnasafn.  Ég ætla að prufa að setja hér viðtal sem birtist við þjálfarann okkar, Joe Hooley.  Til gamans má geta að hann hefur þjálfað okkar lið og Lillestrom í Noregi og gert bæði lið að meisturum sinna landa.  Það væri gaman að vita hvað hann væri að gera í dag.  Einnig er ein af flottum tilþrifum frá hinum eina sanna Jón Óla.

Njótið vel og áfram Keflavík

Rúnar I. Hannah