ÍBV - Keflavík á mánudag kl. 18:00
Mánudaginn 20. ágúst er komið að leik í 16. umferð Pepsi-deildarinnar þegar við leikum gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vetsmannaeyjum kl. 18:00. Fyrir leikinn er Keflavík í 7.-8. sæti deildarinnar með 21stig en Eyjamenn eru i þriðja sætinu með 26 stig. Það eru því fá stig sem skilja að liðin í efri hluta deildarinnar og þrjú stig úr þessum leik geta gerbreytt stöðunni liðanna. Leikir þessar liða eru alltaf fjörugir og þess má geta að síðasti markalausi leikur þeirra var árið 1994. Það verða breytingar á okkar liði frá síðasta leik því Jóhann Birnir Guðmundsson verður í leikbanni og Arnór Ingvi Traustason hefur yfirgefið liðið, a.m.k. í bili. En maður kemur í manns stað og okkar menn mæta ákveðnir til leiks í Eyjum. Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson, aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Jan Eric Jessen og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ragnarsson.
Keflavík og ÍBV hafa leikið 64 leik í efstu deild, þann fyrsta árið 1968. Eyjamenn hafa þar aðeins betur og hafa unnið 27 leiki, okkar menn hafa sigrað 25 sinnum en 12 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 96-105, ÍBV í vil. Stærsti sigur Keflavíkur gegn ÍBV kom árið 2009 en honum lauk með 6-1 sigri á heimavelli. Eyjamenn sigruðu 6-1 árið 1972 og 5-0 árið 2000. Mestu markaleikur þessara liða eru tveir heimasigrar hjá Keflavík, 5-3 sigur árið 1971 og 6-2 leikur árið 2006. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍBV í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað sex mörk, Jóhann Birnir Guðmundsson þrjú og þeir Magnús Þorsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic og Haraldur Freyr Guðmundsson hafa gert eitt mark hver.
Liðin hafa mæst 9 sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1968 og síðast árið 1999. Keflavík hefur unnið 3 bikarleiki en Eyjamenn 5. Einum leik lauk með jafntefli og það er auðvitað hinn frægi bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli árið 1997. Markatalan í bikarnum er 14-16 fyrir Eyjamenn.
Liðin léku fyrr í sumar á Nettó-vellinum og þá vann Keflavík 1-0 þar sem Jóhann Birnir Guðmundsson gerði eina mark leiksins.
Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og ÍBV, auk þess sem Kjartan nokkur Másson þjálfaði bæði liðin á sínum tíma. Varnarjaxlarnir Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Valþór Sigþórsson og Jakob Jónharðsson léku með báðum liðum. Það gerði einnig Zoran nokkur Ljubicic sem nú er auðvitað þjálfari okkar. Rútur Snorrason lék nokkra leiki með Keflavík áður en hann varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en Rútur hafði áður leikið um árabil með ÍBV.
Úrslit í leikjum ÍBV og Keflavíkur í Eyjum hafa orðið þessi undanfarin ár:
2011 | ÍBV - Keflavík | 2-1 | Magnús Þórir Matthíasson |
2010 | ÍBV - Keflavík | 2-1 | Magnús Þórir Matthíasson |
2009 | ÍBV - Keflavík | 2-2 | Haukur Ingi Guðnason 2 |
2006 | ÍBV - Keflavík | 2-1 | Símun Samuelsen |
2005 | ÍBV - Keflavík | 2-3 |
Hörður Sveinsson Guðmundur Steinarsson Ingvi Rafn Guðmundsson |
2004 | ÍBV - Keflavík | 4-0 | |
2002 | ÍBV - Keflavík | 1-2 |
Þórarinn Kristjánsson Guðmundur Steinarsson |
2001 | ÍBV - Keflavík | 1-0 | Kristján Brooks |
2000 | ÍBV - Keflavík | 5-0 | Kristján Brooks |
1999 | ÍBV - Keflavík | 1-0 |