ÍBV - Keflavík á sunnudag kl. 19:15
Keflavík og ÍBV mætast í 11. umferð Pepsi-deildarinnar sunnudaginn 12. júlí. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og flautað verður til leiks kl. 19:15. Fyrir leikinn eru okkar menn um miðja deild og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að vera áfram í toppbaráttunni. Eyjamenn eru hins vegar í harðri botnbaráttu og þurfa ekki síður á stigunum að halda. Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson og aðstoðardómarar hans þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Guðmundur Sigurðsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og ÍBV hafa leikið eina 57 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1968. Eyjamenn hafa þar betur og hafa unnið 25 leiki, okkar menn hafa sigrað 21 sinni en 11 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 84-95, ÍBV í vil. Stærstu sigrar Keflavíkur eru 4-0 leikir árin 1971 og 1993 og 6-2 sigur í Keflavík árið 2006 en þá léku liðin einmitt síðast. Eyjamenn sigruðu 6-1 árið 1972 og 5-0 árið 2000. Mesti markaleikur þessara liða er 5-3 sigur Keflavíkinga á heimavelli árið 1971 og 6-2 leikurinn árið 2006. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍBV í efstu deild; Hörður Sveinsson hefur skorað þrjú mörk, Stefán Örn Arnarson og Jóhann B. Guðmundsson tvö og þeir Símun Samuelsen og Haukur Ingi Guðnason eitt mark hvor.
Liðin hafa mæst 9 sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1968 og síðast árið 1999. Keflavík hefur unnið 3 bikarleiki en Eyjamenn 5. Einum leik lauk með jafntefli og það er auðvitað hinn frægi bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli árið 1997. Markatalan í bikarnum er 14-16 fyrir Eyjamenn.
Liðin léku síðast saman í efstu deild árið 2006 og léku þá tvo leiki eins og lög gera ráð fyrir. ÍBV vann fyrri leikinn úti í Eyjum 2-1. Bo Henriksen og Páll Hjarðar skoruðu fyrir heimamenn en Símun Samuelsen skoraði mark Keflavíkur. Seinni leiknum á heimavelli okkar lauk með 6-2 sigri Keflavíkur. Stefán Örn Arnarson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu tvö mörk hvor í þeim leik og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson eitt mark hvor. Pétur Runólfssoon og Ulrik Drost skoruðu fyrir ÍBV.
Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og ÍBV, auk þess sem Kjartan nokkur Másson þjálfaði bæði liðin á sínum tíma. Það þarf ekki að taka fram að Bjarni Hólm Aðalsteinsson gekk til liðs við okkur í vor frá Vestmannaeyjum. Varnarjaxlarnir Valþór Sigþórsson og Jakob Jónharðsson léku með báðum liðum sem og Zoran nokkur Ljubicic. Rútur Snorrason lék nokkra leiki með Keflavík áður en hann varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en Rútur hafði áður leikið um árabil með ÍBV.
Úrslit í leikjum ÍBV og Keflavíkur í Eyjum hafa orðið þessi undanfarin ár:
2005 |
ÍBV - Keflavík |
2-1 | Símun Samuelsen | ||
2005 |
ÍBV - Keflavík |
2-3 | Hörður Sveinsson Guðmundur Steinarsson Ingvi Rafn Guðmundsson | ||
2004 |
ÍBV - Keflavík |
4-0 | |||
2002 |
ÍBV - Keflavík |
1-2 | Þórarinn Kristjánsson Guðmundur Steinarsson | ||
2001 |
ÍBV - Keflavík |
1-0 | |||
2000 |
ÍBV - Keflavík |
5-0 | |||
1999 |
ÍBV - Keflavík |
1-0 | |||
1998 |
ÍBV - Keflavík |
1-0 | |||
1997 |
ÍBV - Keflavík |
5-1 | Jóhann B. Guðmundsson | ||
1996 |
ÍBV - Keflavík |
1-1 | Jóhann B. Guðmundsson |