Knattspyrna | 29. júlí 2003
ÍBV - Keflavík í 4. flokki karla:
Keflavík heldur í dag, þriðjudag, í langt ferðalag til Vestmannaeyja þar sem piltarnir í 4. flokki leika gegn ÍBV. Þessi leikur er gífurlega mikilvægur fyrir Keflavík ef liðið ætlar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Lið ÍBV er feykisterkt og á einnig í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Keflavík er sem stendur í toppsæti riðilsins en Eyjapeyjar eru 4 stigum á eftir en hafa leikið einum leik færra. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag og óskum við piltunum góðs gengis í baráttunni. ÁFRAM KEFLAVÍK !