ÍBV-leikurinn hjá Sportmönnum
Sælir Sportmenn,
Þá er komið að næsta leik, og þeim síðasta, hjá okkar mönnum. Að þessu sinni mætum við ÍBV en þeir eiga eins og menn vita möguleika á að lyfta bikarnum um helgina eins og Blikar og FH. Leikurinn hefst kl. 14:00 og opnar húsið um kl. 13:00. Það er því ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Um að gera að fjölmenna en eins og sést hér að neðan þá munu Eyjamenn fjölmenna og því líkur á því að það verði fjör á pöllunum. Það er því lítið annað að gera um helgina en að hitta félagana fyrir leik og horfa svo á skemmtilegan og fjörugan leik. Eins og venjulega mun Willum fara yfir leikinn.
ÁFRAM KEFLAVÍK
SPORTMENN