Iceland Express Cup - Áskorun!!
Egilshöllin föstudaginn 30. janúar 2004
Kl. 18:00 Keflavík – ÍA
Kl. 20:15 KR – Örgryte IS
Reykjaneshöllin laugardaginn 31. janúar 2004
Kl. 16:00 Leikið um 3. sætið
Kl. 18:15 Leikið um 1. sætið
Jú, það er satt sem þið lesið og heyrið að knattspyrnudeild Keflavíkur er að brjóta blað í sögu íslenskrar knattspyrnu með því að halda alþjóðlegt knattspyrnumót yfir vetrartímann. Þetta hefur verið draumur deildarinnar í nokkur ár.
Eftir að hafa náð samkomulagi við flugfélagið Iceland Express fóru hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. Radisson SAS hótel og Iceland Excursions Allrahanda rútufyrirtæki gerðust einnig samstarfsaðilar að mótinu. En kostnaður við komu Örgryte IS er mjög mikill en þessi fyrirtæki ásamt fleiri aðilum gera okkur kleift að bjóða sænska liðinu hingað til Íslands.
Metnaður okkar er mikill hvað varðar umgjörð mótsins en einnig ætlum við okkur að ná langt í mótinu knattspyrnulega séð. Það er þess vegna sem við hjá knattspyrnudeildinni fyrir hönd leikmanna og þjálfara viljum skora á stuðningsmenn okkar í Reykjanesbæ að mæta og styðja okkur í þessu móti.
Leikurinn á móti ÍA á föstudaginn kl.18:00 er lykilleikur og þar verðum við að fá allan þann stuðning sem til er í Reykjanesbæ!! Við viljum einnig sýna Skagamönnum að við eigum stærri og betri stuðningsmannahóp en þeir. Fyrir leikmenn og þjálfara okkar hér í Keflavík er stuðningur ykkar ein af grunnforsendum þess að ná árangri. Án ykkar stuðnings verður allt miklu erfiðara. En við vitum að við getum treyst á stuðning ykkar þegar mikið liggur við eins og núna. Hjálpið okkur að vinna mótið bæði knattspyrnu- og framkvæmdalega séð.
Við viljum sérstaklega þakka fyrirtækjunum sem nefnd eru hér að ofan, en einnig viljum við þakka eftirtöldum fyrirtækjum sem gerðu okkur mögulegt að skipuleggja og halda þetta alþjóðlega mót. Þessi fyrirtæki eru: Sparisjóður Keflavíkur, Nesprýði, VÍS Reykjanesbæ, Toyota Reykjanesbæ, Hekla Reykjanesbæ, Happi ehf., ÓSK KE 5, Matarlyst, Víkurfréttir, Bláa Lónið, NINGS, Sportbitinn Egilshöll og Coca Cola.
Sjáumst í Egilshöllinni á föstudag kl. 18:00 og síðan í úrslitum á laugardag!